149. löggjafarþing — 130. fundur,  28. ág. 2019.

Frestun á skriflegum svörum.

[10:36]
Horfa

Forseti (Guðjón S. Brjánsson):

Borist hafa bréf frá eftirfarandi ráðherrum þar sem óskað er eftir fresti til að veita skrifleg svör við fyrirspurnum.

Frá umhverfis- og auðlindaráðherra vegna fyrirspurnar á þskj. 1958, um stjórnvaldssektir og dagsektir, frá Karli Gauta Hjaltasyni.

Frá félags- og barnamálaráðherra vegna fyrirspurna á þskj. 1572, um útgjöld og notkun á almennum og sérsmíðuðum hugbúnaði hjá ráðuneytinu og undirstofnunum þess, frá Birni Leví Gunnarssyni; á þskj. 1826, um rafræna byggingargátt, frá Sigurði Páli Jónssyni; og á þskj. 1965, um fæðingar og foreldraorlof, frá Andrési Inga Jónssyni.

Loks frá utanríkisráðherra vegna fyrirspurna frá Birni Leví Gunnarssyni á þskj. 1571, um útgjöld og notkun á almennum og sérsmíðuðum hugbúnaði hjá ráðuneytinu og sendiráðum, og á þskj. 1036, um áskrift að dagblöðum, tímaritum og öðrum miðlum.