149. löggjafarþing — 131. fundur,  29. ág. 2019.

raforkulög og Orkustofnun.

782. mál
[11:03]
Horfa

Frsm. minni hluta atvinnuvn. (Ólafur Ísleifsson) (M) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir andsvarið. Það er alveg rétt hjá hv. þingmanni að þau ákvæði sem mestu eru talin skipta í reglugerð 713/2009 sem eindregið hefur verið varað við af hálfu tveggja lögfræðilegra ráðunauta ríkisstjórnarinnar að verði innleidd hérna eru þau sem mestu máli skipta og þá kannski einkanlega og ekki síst 8. gr.

Það sem hér er til umræðu er þetta samhengi á milli stofnana sem við eigum aðild að annars vegar og hins vegar annarra sem við eigum ekki aðild að. Við eigum aðild að Eftirlitsstofnun EFTA en ekki að hinni evrópsku orkustofnun ACER. Það sem hér er uppi er ósköp einfaldlega greining á því hvernig sambandið er á milli þessara stofnana þannig að við séum í þeirri aðstöðu að (Forseti hringir.) þurfa nánast, ég ætla samt ekki að fullyrða, að búa við ákvarðanir sem eru teknar af stofnun sem við eigum enga aðild að.