150. löggjafarþing — 3. fundur,  12. sept. 2019.

fjárlög 2020.

1. mál
[14:17]
Horfa

Willum Þór Þórsson (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þm. Oddnýju G. Harðardóttur fyrir spurninguna sem snýr að framlögum til sjúkrahúsþjónustu og Landspítalans sérstaklega. Fyrst vil ég segja að það er á dagskrá að efla heilbrigðisþjónustu við landsmenn. Það er rétt sem hv. þingmaður kemur inn á, það er uppsafnaður halli á Landspítalanum. Þetta höfum við í hv. fjárlaganefnd verið að greina og draga fram upplýsingar um hvers vegna sá halli er til kominn. Hann hefur þyngst verulega og hratt þegar hefur liðið á þetta ár. Það kemur fram í sex mánaða uppgjöri. Stór hluti af því virðist vera launabætur, sem gefur vísbendingu um að kjarasamningar komi þyngra inn í reksturinn þegar liðið hefur á tímabil samningsins. Það eru viðræður í gangi á milli ráðuneyta, fjármála- og efnahagsráðuneytis og heilbrigðisráðuneytis um það hver reikningurinn á þessu sé. (Forseti hringir.) Ég held að þetta sé stóra atriðið eins og staðan er akkúrat núna.