150. löggjafarþing — 3. fundur,  12. sept. 2019.

fjárlög 2020.

1. mál
[14:20]
Horfa

Willum Þór Þórsson (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni svarið eða spurninguna í seinna andsvari. Auðvitað gengur þetta upp, en við verðum að fá að vita í hvað peningarnir eru að fara. Það eru að fara sirka 70 milljarðar í þennan spítala, í Landspítalann. Og ég segi á sama tíma og þar eru framkölluð kraftaverk á hverjum degi til að bæta líðan og líf borgaranna að við erum búnir að setja 10 milljarða síðustu tvö ár í spítalann. Hann er hér tæpa 5 milljarða fram úr. Þetta er 15 milljarða aukning. Það er okkar hlutverk að draga fram í hverju það felst, og það talaði enginn um reiknivillu. Nú er það þannig að framleiðslukostnaðarverð er reiknað á spítalanum, svokallað DRG, sem er hærra en fyrirhugað var og svona tölur byggjast svolítið á og það er auðvitað vísbending um það sem hv. þingmaður kom réttilega inn á, (Forseti hringir.) að mikið álag er á starfsfólki spítalans. Við erum að vinna í því að ná utan um þetta. Ég man þá tíð langt aftur þar sem var kvartað og kveinað miklu meira en núna og umræðan núna er á miklu (Forseti hringir.) faglegri nótum um mikilvægi þess (Forseti hringir.) í hvað við eyðum peningunum og hvað við fáum fyrir þá. Í því verkefni erum við í hv. fjárlaganefnd.

(Forseti (BHar): Forseti vill minna hv. þingmenn aftur á að virða tímamörkin, þau eru knöpp þegar um fjögur andsvör er að ræða.)