150. löggjafarþing — 3. fundur,  12. sept. 2019.

fjárlög 2020.

1. mál
[14:25]
Horfa

Willum Þór Þórsson (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni spurninguna sem snýr að kirkjujarðasamkomulaginu. Við erum í 1. umr. um frumvarpið og það er í höndum þingsins og fer til fjárlaganefndar því að hæstv. fjármála- og efnahagsráðherra hefur vísað því þangað. Nú fer ansi viðamikið ferli í gang þar sem við sendum málið til umsagnar. Þetta er auðvitað eitt af þeim málum þar sem við köllum ráðuneyti til og förum yfir hvað felst í þessum tölum, í framlaginu og þeim samningi sem liggur á bak við. Áður en við erum búin að vinna okkar vinnu og fara yfir það og fjölmörg önnur mál get ég auðvitað ekki staðið hér og svarað þessari spurningu sérstaklega. (Gripið fram í.) Já, það er ef og hefði í öllu. Við förum yfir þetta mál. Það er vinnan fram undan, annars værum við að gera lítið úr því ferli sem við vinnum eftir.