150. löggjafarþing — 13. fundur,  8. okt. 2019.

heimild til að greiða bætur vegna dóms Hæstaréttar í máli nr. 521/2017.

183. mál
[18:23]
Horfa

forsætisráðherra (Katrín Jakobsdóttir) (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Já, en það er nú það sem þetta er, sértæk lög. Það er hugsunin á bak við málið, eins og ég fór yfir áðan. Aðalástæðan fyrir framlagningu frumvarpsins er að tryggja að allir aðilar, þessir fimm aðilar, látnir og lifendur, séu jafnsettir gagnvart þessu samkomulagi ríkisins. Það var mat sáttanefndarinnar, mat setts ríkislögmanns og mat þeirra lögfræðilegu ráðgjafa sem ég leitaði til að Alþingi þyrfti að koma að því máli. Ég heyri að þingmenn hafa efasemdir um það en landslið lögfræðinga hefur komið að málinu og ég hef hlustað eftir því sem þeir segja. Málið snýst um að jafnsetja þessa stöðu.