150. löggjafarþing — 19. fundur,  16. okt. 2019.

neytendalán.

223. mál
[16:55]
Horfa

Álfheiður Eymarsdóttir (P) (andsvar):

Herra forseti. Mér fannst þetta mjög áhugaverð ræða hjá hv. þm. Oddnýju G. Harðardóttur. Ég velti fyrir mér þessu með starfsleyfin. Ég hefði haldið að lánastofnanirnar þyrftu þau starfsleyfi hvort eð er. Það er þá ekki lagagrein eða lagaákvæði sem gerir kröfu um starfsleyfi þessara fyrirtækja á þessu landi og ég velti því fyrir mér hvort það séu fleiri lánastofnanir eða fjármálastofnanir sem ekki þurfi leyfi til starfsemi hér á landi, ég veit ekki hvort þingmaðurinn getur frætt mig um það. Þá kemur líka til Fjármálaeftirlitsins, hvort það bregðist eitthvað við að þessu leyti eða hvort lagaákvæði vanti hreinlega. Ég hefði kannski áhuga á að vita hvernig hv. þingmaður vildi að tekið yrði á okurvöxtum. Við erum búin að taka af löggjöf sem var hér einu sinni um okurvexti, hvort hún hefði einhverjar hugmyndir um þá okurvexti og gæti svo skýrt fyrir mér þetta með starfsleyfið, ég gerði mér ekki grein fyrir því að þess væri ekki krafist.