150. löggjafarþing — 19. fundur,  16. okt. 2019.

neytendalán.

223. mál
[17:23]
Horfa

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Gagnsæi er alltaf gott. Það á, held ég, sérstaklega við í fjármálum. Eins og ég sagði áðan hef ég alltaf álitið, sérstaklega eftir hrunið, að við ættum að sammælast um að auka gagnsæi í öllu er lýtur að fjármálum og fjármálastarfsemi. Ég veit ekki hvort leyfisskylda ein og sér dugi. Hún á að upplýsa um eignarhald. Það er alveg rétt að þetta gæti verið nýtt undir peningaþvætti, við höfum ekki hugmynd um það. Ég veit ekki hvort það er framkvæmanlegt en ég hefði sjálf viljað gera þessa starfsemi ólöglega. En það má vel vera að við þurfum að horfa til reynslu annarra þjóða hvað þetta varðar. Við eigum auðvitað að gera það eins og ég benti á áðan. Fyrst og síðast fagna ég hverju skrefi í þessu en tek undir að við þurfum að fá á aukið gagnsæi í slíka starfsemi.