150. löggjafarþing — 24. fundur,  23. okt. 2019.

sviðslistir.

276. mál
[15:56]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Við erum að fjalla um frumvarp til laga um sviðslistir sem ég tel vera hið besta mál. Þegar ég fór í gegnum frumvarpið rak ég augun í það að í 5. kafla greinargerðarinnar um samráð er athugasemd um að það sé hluti af því hvernig styrkja ætti uppbyggingu á atvinnustarfsemi í sviðslistum utan stærstu þéttbýliskjarnanna. Hvernig var tekið á því máli og hvernig fer þetta fram?

Síðan er spurning um fjárhæðirnar. Ég hef ekki fundið út hversu mikið er í þessum sjóðum en t.d. er talað um að heildarframlag úr sjóðnum til áhugastarfsemi skuli að lágmarki vera 18%. Hvað erum við þá að tala um mikla peninga í því samhengi? Hin spurningin varðar, og er jafnframt aðalatriðið, það hvernig eigi að sjá til þess að jafnræði sé um allt land, að allir geti komið að þessu.