150. löggjafarþing — 24. fundur,  23. okt. 2019.

sviðslistir.

276. mál
[15:59]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svörin. Mér líst bara vel á það en eins og ég segi eru í þessu frumvarpi aðallega nefnd Þjóðleikhúsið og óperuhúsið. Það er ekki talið upp neitt sérstaklega úti á landi, og allra síst í smærri byggðarlögunum, hvernig þau sem langar að taka þátt í t.d. danslist og öðrum listformum eiga að geta fengið aðstöðu og líka að ráða til sín hæft fólk til að kenna þetta.