150. löggjafarþing — 28. fundur,  6. nóv. 2019.

Frestun á skriflegum svörum.

[15:00]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Borist hafa bréf frá eftirfarandi ráðherrum þar sem óskað er eftir fresti til að veita skrifleg svör við fyrirspurnum: Þrjú bréf frá utanríkisráðherra vegna fyrirspurna á þskj. 113, um skuldbindingu íslenska ríkisins um að réttilega innleiddar EES-gerðir hafi forgangsáhrif í íslenskum rétti, frá Ólafi Ísleifssyni; á þskj. 124, um athugasemdir ráðuneytisins við lögfræðilegar álitsgerðir, frá Ólafi Ísleifssyni, og á þskj. 228, um utanlandsferðir á vegum ráðuneytisins, frá Þorsteini Sæmundssyni.

Bréf barst frá heilbrigðisráðherra vegna fyrirspurnar á þskj. 244, um kostnað við húsnæði landlæknisembættisins, skrifstofuhúsnæði Landspítalans og húsnæði Blóðbankans, frá Sigurði Páli Jónssyni.

Loks barst bréf frá dómsmálaráðherra vegna fyrirspurnar á þskj. 202, um stjórnsýslu forsjár- og umgengnismála, frá Birni Leví Gunnarssyni.