150. löggjafarþing — 30. fundur,  12. nóv. 2019.

fjárlög 2020.

1. mál
[14:58]
Horfa

Frsm. meiri hluta fjárln. (Willum Þór Þórsson) (F) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Þar sem ég veit að hæstv. forseta er ákveðinn vandi á höndum í þessu vil ég bara segja að ég er boðinn og búinn að koma í andsvör í umræðunni við þá sem eftir sátu við framsöguna og koma í andsvör við þá þingmenn þegar þeir taka framsögu sína í minni hluta. Svo get ég auðvitað komið aftur í ræðu og þá geta hinir komið og tekið andsvör þannig að við getum örugglega leyst úr þessu, herra forseti.