150. löggjafarþing — 31. fundur,  13. nóv. 2019.

afbrigði um dagskrármál.

[15:11]
Horfa

Ágúst Ólafur Ágústsson (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Hér erum við að biðja þingheim um að veita afbrigði svo að við getum lagt fram tvær glænýjar breytingartillögur við fjárlögin. Í ljósi frétta af rannsókn Samherjamálsins leggjum við í Samfylkingunni nú til að styrkja annars vegar embætti héraðssaksóknara og hins vegar skattrannsóknarstjóra. Bæði þessi embætti ná vart að sinna þeim málum sem þau þurfa að sinna í dag og nú bætist flókið milliríkjamál við sem krefst aukins mannafla og fjármagns.

Kæru þingmenn. Aftur er Ísland komið í heimspressuna og ekki af góðu. Við skulum því gera þetta almennilega og samþykkja að hleypa þessum breytingartillögum að og síðan samþykkja þær.