150. löggjafarþing — 32. fundur,  14. nóv. 2019.

fjárlög 2020.

1. mál
[14:37]
Horfa

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir (Sf):

Herra forseti. Þingflokkur Samfylkingarinnar leggur hér til 1 milljarðs aukningu til rannsókna og þróunar með áherslu á Tækniþróunarsjóð, Rannsóknasjóð og Innviðasjóð. Staðreyndin er að með fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar er dregið úr framlögum milli ára og má t.d. nefna að fjárframlög Rannsóknasjóðs voru 2.470 millj. kr. árið 2016 og hafa haldist óbreytt á milli ára en nú ber svo við að í frumvarpinu er gert ráð fyrir lækkun. Framlög til sjóðanna hafa hvorki fylgt launa- né verðlagsþróun frá árinu 2016 og eru takmörkuð framlög til Tækniþróunarsjóðs sömuleiðis mikið áhyggjuefni. Er það sérstaklega mikið áhyggjuefni að ríkisstjórnin ætli einmitt á þessum tímapunkti að draga úr.

Ég hvet þingheim eindregið til að styðja þessa tillögu okkar til stuðnings nýsköpunar og atvinnulífi á landinu.

(Forseti (SJS): Forseti mælir með því að þingmenn sem gera grein fyrir atkvæði sínu greiði atkvæði áður en þeir fara úr sæti sínu, sérstaklega ef þeir eiga um langan veg að fara.)