150. löggjafarþing — 32. fundur,  14. nóv. 2019.

fjárlög 2020.

1. mál
[14:45]
Horfa

Karl Gauti Hjaltason (M):

Herra forseti. Það þarf að forgangsraða fjárveitingum til lögreglunnar þannig að almenn löggæsla verði efld. Sýnileg löggæsla og eftirlit í umferðinni skilar ótvírætt góðum árangri. Almenn löggæsla á þjóðvegum landsins hefur einnig öflugt forvarnagildi. Sýnileikinn hefur mikilvægu hlutverki að gegna þegar kemur að öryggi borgaranna og öryggistilfinningu þeirra. Ríkisstjórnin sýnir þessum mikilvæga málaflokki ekki mikinn áhuga og lækkar framlög til lögreglunnar í frumvarpinu. Miðflokkurinn leggur því til breytingartillögu við frumvarpið um 300 millj. kr. aukafjárveitingu til að efla almenna löggæslu í landinu.