150. löggjafarþing — 32. fundur,  14. nóv. 2019.

fjárlög 2020.

1. mál
[15:06]
Horfa

Líneik Anna Sævarsdóttir (F):

Virðulegi forseti. Ég fagna þessari tillögu sem ég styð. Þarna er verið að verja 28 milljónum til rannsókna í skógrækt. Þarna er svokölluðum Mógilsárpeningum komið aftur inn í kerfið. Þeir nýtast einkum til rannsókna vegna skógræktar á bújörðum og hafa gert það í gegnum tíðina. Í því felst auðvitað margt og af því að nú líður að jólum og byrjað er að höggva jólatré hefur þetta fjármagn m.a. nýst til rannsókna vegna ræktunar jólatrjáa. Auðvitað er það mikið umhverfismál að ekki sé verið að flytja inn jólatré. Við getum ræktað öll okkar jólatré innan lands.