150. löggjafarþing — 32. fundur,  14. nóv. 2019.

fjárlög 2020.

1. mál
[15:43]
Horfa

Hanna Katrín Friðriksson (V):

Herra forseti. Á síðasta ári voru 15 af þeim hjúkrunarheimilum sem voru aðilar að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands með neikvæða afkomu, samtals upp á 350 millj. kr. Alþingi samþykkti sérstaka fjárheimild vegna alvarlegrar stöðu upp á tæplega 300 millj. kr. á síðasta ári en sú fjárhæð, sem Alþingi samþykkti, týndist í hafi eða situr föst í gíslingu heilbrigðisyfirvalda. Á þessu ári stefnir í að 26 af 30 hjúkrunarheimilum verði með neikvæða afkomu í árslok. Samtals verður hallareksturinn 850 millj. kr. Ég legg til að sú staða verði rétt af að þessu sinni, ekki bara með því að samþykkja þessa breytingartillögu heldur með því að skila peningunum.