150. löggjafarþing — 32. fundur,  14. nóv. 2019.

fjárlög 2020.

1. mál
[16:05]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg):

Herra forseti. Í þessum lið erum við að greiða atkvæði um ýmislegt. Hér er verið að leggja til tímabundna hækkun á framlagi í Ábyrgðasjóð launa. Það er verið að veita 25 milljónir vegna framlags til fjölgunar um tvö stöðugildi hjá embætti landlæknis, m.a. svo að hægt sé að vinna að viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi heilbrigðisstarfsfólks. Og svo, eins og hv. þm. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir minntist á áðan, fá Samtökin '78 hér 20 milljónir í styrk sem ég tel að sé mjög mikilvægt því að þar er staðið að gríðarlega mikilli og nauðsynlegri ráðgjöf og stuðningsfræðslu, m.a. fyrir ungt fólk sem er að koma út úr skápnum.