150. löggjafarþing — 33. fundur,  18. nóv. 2019.

ummæli fjármálaráðherra og orðspor Íslands.

[15:10]
Horfa

forsætisráðherra (Katrín Jakobsdóttir) (Vg):

Herra forseti. Sú sem hér stendur hefur talað eins skýrt og hægt er. Íslenskt atvinnulíf og íslensk fyrirtæki eiga að fylgja lögum. Íslensk stjórnvöld munu ekki líða það að fyrirtæki brjóti lög. Það fer í réttan farveg og það er ekkert umburðarlyndi af hálfu íslenskra stjórnvalda gagnvart lögbrotum, hvort sem það er brot á lögum um mútugreiðslur, á lögum um peningaþvætti, á lögum um skattsvik og skattundanskot. Af minni hálfu er það algjörlega ljóst, og ég tala fyrir hönd ríkisstjórnarinnar allrar í þessu máli: Lögbrot verða ekki liðin. Það verður sömuleiðis farið yfir lagarammann, (Gripið fram í.) hvort einhverjar ástæður séu til úrbóta.