150. löggjafarþing — 33. fundur,  18. nóv. 2019.

búvörulög og tollalög.

382. mál
[17:10]
Horfa

Þórarinn Ingi Pétursson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir þetta frumvarp. Það er margt sem mig langar til að spyrja út í en ég ætla að takmarka mig við ákveðinn hluta er varðar tollkvóta og innflutning á svínakjöti. Innan tollkvóta ársins 2021 er gert ráð fyrir 764 tonnum. Því langar mig að spyrja hæstv. ráðherra að því sem kemur fram í greinargerð með þessu frumvarpi þar sem gert er ráð fyrir sérstökum tollkvóta fyrir svínasíður sem telur 400 tonn. Erum við að tala um viðbót við þessi 764 tonn þar sem, ef ég man rétt, ESB-kvótinn er 700 tonn og VTO eitthvað um 64 tonn? Eru þessi 400 tonn þá til viðbótar þeim? Eru þau inni í því sem við getum kallað hollensku útboðsleiðina? Ég vænti þess að ráðherrann geti svarað því.