150. löggjafarþing — 35. fundur,  26. nóv. 2019.

fjárlög 2020.

1. mál
[14:24]
Horfa

Frsm. meiri hluta fjárln. (Willum Þór Þórsson) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þm. Birni Leví Gunnarssyni fyrir spurninguna. Ég ítreka að það voru engir formlegir fundir. Það er fullkomlega eðlilegt að við eigum samtöl við okkar ráðherra, en það voru engir formlegir fundir haldnir. Ef fundirnir hefðu verið formlegir hefðu þeir verið með allri nefndinni, það er bara þannig. Ég veit ekki alveg hvað hv. þingmaður er að fara í þessu efni og get ekkert svarað öðruvísi.