150. löggjafarþing — 35. fundur,  26. nóv. 2019.

fjárlög 2020.

1. mál
[14:29]
Horfa

Frsm. meiri hluta fjárln. (Willum Þór Þórsson) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni andsvarið. Við skulum hafa í huga að þær stofnanir sem takast á við svona ólík mál eru mjög burðugar og með miklar fjárheimildir. Ef við tökum þrjú embætti, embætti héraðssaksóknara, ríkisskattstjóra og skattrannsóknarstjóra, erum við að tala um meira en 5 milljarða heimildir inn á næsta ár (Gripið fram í.) til að vinna í mörgum ólíkum málum. Þar eru 307 starfsmenn. Þetta eru mjög burðugar stofnanir með mikla þekkingu og takast á við mörg ólík mál. Ég reikna með að þær geti, í samráði við ráðherra sína um hvar ábyrgðin á málaflokkum liggur, unnið úr þeim málum sem koma inn innan þeirra fjárheimilda sem þeim eru ætlaðar inn á næsta ár.

Hv. þingmaður kom inn á tiltekið mál og það er á frumstigi. (ÞorstV: En beiðnin …) Þá er bara ráðherrans að vinna úr því með sinni stofnun, það er þannig.