150. löggjafarþing — 36. fundur,  27. nóv. 2019.

fjárlög 2020.

1. mál
[16:25]
Horfa

samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra (Sigurður Ingi Jóhannsson) (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Þessi umræða hér er reyndar farin að snúast um margt annað en um atkvæðagreiðsluna. Ég veit ekki hvort ég á að eyða orðum á það sem hv. þm. Birgir Ármannsson kallaði rugl. Ég ætla að gera það samt vegna þess að hafi verið panik í ríkisstjórninni hefur alveg gleymst að láta formann Framsóknarflokksins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra vita af því. [Hlátur í þingsal.] Sú þvæla sem hér var borin fram er í anda tilbúinna frétta. Reynum að búa til eitthvert plat, reynum að búa til einhverja vitleysu, sem er reyndar í anda alls málflutnings stjórnarandstöðunnar hér um tæknilegar útfærslur. Ef menn eru virkilega að halda því fram að hér sé ekki hægt að koma fjármunum til þeirra eftirlitsaðila sem við segjum að sé hægt og vísum í lögin, ætlar þá stjórnarandstaðan að greiða atkvæði gegn eða berjast gegn því í fjárlaganefnd á næsta ári þegar við grípum til þeirra (Forseti hringir.) fjárstjórnarheimilda sem við höfum? Er það tilgangur (Gripið fram í.) þessarar umræðu hér svo ég fari að snúa út úr líka, (Gripið fram í.) hv. þm. Logi Einarsson? (Gripið fram í.)