150. löggjafarþing — 36. fundur,  27. nóv. 2019.

fjárlög 2020.

1. mál
[16:49]
Horfa

Inga Sæland (Flf):

Virðulegi forseti. Það er athyglinnar virði þegar það flokkast orðið af einhverjum hér undir sýndarmennsku og lýðskrum þegar við, fulltrúar löggjafans, sem sagt þau sem fara með fjárveitingavaldið, komum með tillögu þegar við erum að greiða atkvæði um fjárlög sem rammar inn núna 140 millj. kr. aukafjárveitingu beinustu leið í þá risarannsókn sem er fyrir höndum. Allt annað sem hefur komið fram hjá þessum ágætu stjórnarliðum yrði þá bara viðbót ef skyldi vanta enn þá meira, en hér stigi þá a.m.k. löggjafinn fram og fjárveitingavaldið og rammaði það inn að við erum að koma til móts við það sem t.d. héraðssaksóknari óskaði eftir. Hann vill bæta strax við sex manns inn til sín og sennilega tveimur strax eftir áramót þannig að betur má ef duga skal. Eftir hverju erum við eiginlega að bíða?

Ég segi já.