150. löggjafarþing — 36. fundur,  27. nóv. 2019.

fjárlög 2020.

1. mál
[17:38]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf):

Virðulegur forseti. Þessi tillaga er ekki dýr, hún er sjálfsögð. Með þessu á enginn að þurfa að lifa undir lágmarkslaunum í landinu. Það sem er furðulegast við þetta er að allir flokkar hafa lofað því að afnema kjaragliðnunina hjá öryrkjum og eldri borgurum. Þarna er verið að taka öryrkjana fyrir. Þarna er verið að skila kjaragliðnuninni, bara hreint og beint. Við eigum að standa við það og það er búið að lofa þessu, allir flokkar. Þetta er eini hópurinn sem hefur setið eftir, hópurinn sem síst skyldi og það er ömurlegt til þess að vita að það skuli alltaf vera mismunað niður á við, á kostnað þeirra sem verst hafa það, ekki þeirra sem mest hafa og ríkastir eru.