150. löggjafarþing — 36. fundur,  27. nóv. 2019.

fjárlög 2020.

1. mál
[17:53]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf):

Virðulegur forseti. Ég segi nei við þessum fjárlögum því að enn eitt árið sitja öryrkjar hjá. Enn eitt árið sitja eldri borgarar hjá. Enn eitt árið er verið að mismuna þeim gróflega sem verst hafa það. Enn eitt árið á að auka bilið á milli öryrkja og láglaunafólks. Enn eitt árið á að sjá til þess að þetta fólk fái ekki leiðréttingu. Enn eitt árið á að gleyma því að allir hafa lofað að taka kjaragliðnunina og leiðrétta hana. Enn eitt árið er króna á móti krónu orðin 65 aurar á móti krónu en bítur samt fast.

Ég segi nei. Þetta eru léleg fjárlög.