150. löggjafarþing — 42. fundur,  10. des. 2019.

staða, stjórn og starfshættir þjóðkirkjunnar o.fl.

449. mál
[16:06]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég tek undir lokaorð hv. þingmanns, mér finnst nákvæmlega að við eigum að athuga hver höfuðstóllinn er, hversu mikið við ætlum að borga niður af honum og hvort við viljum borga það. Mér finnst það ljómandi fín umræða. Svar mitt er tvímælalaust: Já. Það er bara þannig. Það er í stefnu Pírata og ég sé ekkert vandamál við það nema bara að það gengur í berhögg við það sem við erum að ræða hér. Það er ekki það sem við erum að ræða hér. Það er það sem við Píratar höfum t.d. lagt til. (BergÓ: Þú ert að halda því fram að þetta sé vondur samningur eins og vaxtagreiðslurnar liggja.) Ég fullyrði að þessi samningur er þannig að ríkið er búið að eignast þessar jarðir — að nafninu til. Maður veltir reyndar fyrir sér hvað það eigi nákvæmlega að þýða með hliðsjón af þessu furðulega samkomulagi. Ef höfuðstólsverðið er 53 milljarðar getum við a.m.k. borgað inn á höfuðstólinn. Í dag er ekki hægt að borga inn á neinn höfuðstól vegna þess að enginn höfuðstóll er viðurkenndur. Það er ekki viðurkennt að neinn höfuðstóll sé yfir höfuð til staðar til að borga af.

Vilji hv. þingmaður leggjast í það með mér og öðrum hv. þingmönnum Pírata að finna út úr því hversu hátt nákvæmlega það ætti að vera og hvernig við gætum greitt það niður er ég reiðubúinn í það samtal (Forseti hringir.) hvenær sem er.