150. löggjafarþing — 46. fundur,  16. des. 2019.

búvörulög og tollalög.

382. mál
[18:50]
Horfa

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (V) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Í þessu máli sem mörgum öðrum málum bregst auðvitað meiri hluti atvinnuveganefndar ekki. Þegar nefndin sér tækifæri á að að loka aðeins á frelsið og svigrúmið grípur hún það náttúrlega. Ég tek undir það sem kom fram áðan, breytingarnar sem nefndin hefur gert á málinu eru ekki til bóta. Það er frekar verið að segja lok, lok og læs og þau heyrðu áðan að allt í einu á þingið að fara að meta það í staðinn fyrir að markaðurinn meti hverjum er fyrir bestu hvað við flytjum inn, til að mynda af svínasíðum. Það er verið að kalla eftir því. Meðal annars í ljósi aukins ferðamannafjölda var mikil eftirspurn eftir svínasíðum en þingnefnd og meiri hluti þingsins veit betur og ætlar því að ákveða annað. Eftir að þetta mál kom til meðhöndlunar í nefndinni hefur það sem sagt ekki batnað.