150. löggjafarþing — 60. fundur,  18. feb. 2020.

stafræn endurgerð íslensks prentmáls vegna þingsályktunar nr. 20/148.

95. mál
[14:06]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Samkomulag er um fyrirkomulag umræðunnar. Ráðherra hefur tíu mínútur til framsögu og tvær mínútur í lok umræðunnar. Einnig hefur fulltrúi Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, sem óskaði eftir skýrslunni, tvær mínútur undir lok umræðunnar. Að öðru leyti skiptist ræðutími svo á milli þingflokka: Vinstrihreyfingin – grænt framboð 13 mínútur, Miðflokkurinn 12 mínútur, Samfylkingin 11 mínútur, Sjálfstæðisflokkur 18 mínútur, Píratar 11 mínútur, Framsóknarflokkur fimm mínútur, Viðreisn níu mínútur, Flokkur fólksins átta mínútur og þingmaður utan flokka þrjár mínútur.