150. löggjafarþing — 62. fundur,  24. feb. 2020.

íslenskur ríkisborgararéttur.

252. mál
[16:47]
Horfa

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (P):

Virðulegur forseti. Ég vildi koma hingað upp til þess að það sé líka sagt í þessari umræðu að hér er a.m.k. einn þingmaður sem er þakklátur fyrir það fólk sem kýs að koma hingað og óska eftir íslenskum ríkisborgararétti og vill taka þátt í þessu samfélagi, taka þátt í að velja okkur sem hér stöndum og er alveg jafngildir þegnar og allir aðrir í þessum sal. Mér finnst mjög mikilvægt að það komi fram að hér eru þingmenn sem er annt um að hér sé fólk sem vill koma og setjast hér að og verða hluti af þessu samfélagi. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)