150. löggjafarþing — 95. fundur,  30. apr. 2020.

breyting á ýmsum lögum á sviði sjávarútvegs, fiskeldis, lax- og silungsveiði vegna einföldunar regluverks og stjórnsýslu.

713. mál
[16:14]
Horfa

sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra (Kristján Þór Júlíusson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég held að í grunninn snúist þetta fyrst og fremst um það hvernig fólk finnur sínum málum farveg og vinnur að framgangi þeirra. Svo verða alltaf einhver átök sem kalla á skiptar skoðanir og það er bara hið besta mál að vera á öndverðum meiði við fólk svo fremi sem við berum gæfu til þess að vera málefnaleg í þeirri orðræðu. Ástæður fyrir því að mál stoppa í þingi geta verið ýmsar, það er óþarfi að fjölyrða um þær. Sá brunnur sem hægt er að draga upp úr mismunandi ástæður fyrir því hvers vegna mál stoppa er óþrjótandi. Það getur legið allt frá því að vera í eðli máls yfir í það að einhverjum þingmanni þyki dagurinn ekki yndislegur og bara allt þar á milli.

Ég vona að við getum í þessum efnum átt hið besta samstarf. Í ljósi þess sem kom fram í andsvari (Forseti hringir.) við hv. þm. Þorstein Sæmundsson vænti ég þess líka að þingmenn muni leggja okkur lið við það að einfalda eftirlitsreglur sem eru mjög víða í lögum og þurfa rækilegrar tiltektar við.