150. löggjafarþing — 103. fundur,  13. maí 2020.

ávana- og fíkniefni.

328. mál
[18:19]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Ég ætla að fá að bera af mér sakir. Ég var bara frammi í matsal og átti leið hjá þegar ég heyri allt í einu hv. þm. Ásmund Friðriksson tala um að ég hafi verið að góla á sig. Svo sterka rödd hef ég nú ekki að hún berist alla leið innan úr matsal.

Svo vil ég gera athugasemd við fundarstjórn forseta í leiðinni. Mér finnst óeðlilegt þegar forseti þings segir gagnrýnivert að fólk sé að minnast á SÁÁ hér, þ.e. þingmenn úr stjórnarandstöðu, en gerir engar athugasemdir við slíkan málflutning frá stjórnarþingmönnum sem flytja ræður. Ég held að forseti þings, þó að hann sé hollur sínu liði, verði að þessu sinni að líta á alla þingmenn sem jafn réttháa, þótt í öðrum liðum kunni maður að fylkja sér um eitt lið en ekki önnur.