150. löggjafarþing — 114. fundur,  8. júní 2020.

yfirvofandi verkfall hjúkrunarfræðinga.

[15:42]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Svandís Svavarsdóttir) (Vg):

Virðulegur forseti. Ég vil bara ítreka það að auðvitað erum við í þeirri stöðu eins lengi og þess er nokkur kostur að það sé markmið okkar að ná samningum. Ég myndi vilja sjá að samið yrði strax og ekki bara vegna verkefnisins um sýnatöku á landamærum heldur vegna þess að hjúkrunarfræðingar eru ein lykilstétt heilbrigðiskerfisins. Stundum er sagt að hjúkrunarfræðingar séu hryggjarstykkið í heilbrigðisþjónustunni og ég held að það sé ekki ofmælt. Stétt sem slík á auðvitað að búa við fullnægjandi kjaraumhverfi og starfsaðstæður sem sómi er að. Ég sem heilbrigðisráðherra hef talað fyrir því að svo sé og mun gera það áfram. (HallM: … að styðja þann …)