150. löggjafarþing — 114. fundur,  8. júní 2020.

skimanir ferðamanna.

[16:10]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Svandís Svavarsdóttir) (Vg):

Virðulegur forseti. Enn þakka ég hv. þingmanni fyrir innlegg hennar sem ég held að sé afar mikilvægt. Nákvæmlega það að fólk greini á um hvaða skref eigi að taka og hver sé rétti tímapunkturinn til að taka þau skref er birtingarmynd lýðræðissamfélags, að við göngum ekki bara öll sömu leið og lútum höfði. Það er ekki heilbrigt samfélag sem slíkt gerir.

Hins vegar vil ég segja það varðandi sýnatöku og gjaldtöku fyrir hana að samkvæmt mínu ráðuneyti er sú lagaheimild fyrir hendi í 1. tölulið 1. mgr. 5. mgr. 29. gr. laga um sjúkratryggingar og er fyrirhugað að heilbrigðisráðherra gefi út reglugerð um gjaldtökuna á grundvelli þeirra laga.