150. löggjafarþing — 129. fundur,  29. júní 2020.

loftslagsmál.

718. mál
[11:34]
Horfa

Kolbeinn Óttarsson Proppé (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Ég vil fagna því að við séum að gera þetta mál að lögum. Hér eru íslensk stjórnvöld að taka sjálfviljug upp innri reglur Evrópusambandsins varðandi loftslagsmál sem falla utan EES-samningsins en leggja ekki fram sjálfstætt tölulegt markmið um samdrátt í losun innan ramma Parísarsamningsins. Hér er með öðrum orðum verið að lögbinda markmið sem við þurfum í raun ekki að lögbinda en við stígum sjálfviljug það skref. Hér er því ekki innleiðing á reglugerðum, þetta er ekki komið svo langt, heldur erum við að stíga það skref að vera á undan áætlun í því og festa í lög okkar þau markmið sem þarna eru. Það sýnir mikinn metnað ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur í loftslagsmálum.