150. löggjafarþing — 129. fundur,  29. júní 2020.

veiting ríkisborgararéttar.

957. mál
[12:31]
Horfa

Frsm. allsh.- og menntmn. (Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir) (Vg):

Herra forseti. Ég mæli hér fyrir frumvarpi til laga um veitingu ríkisborgararéttar frá allsherjar- og menntamálanefnd. Nefndinni bárust 80 umsóknir um ríkisborgararétt á vorþingi nú á 150. löggjafarþingi en samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga um íslenskan ríkisborgararétt veitir Alþingi ríkisborgararétt með lögum. Nefndin leggur til að umsækjendum og 17 umsóknum verði veittur ríkisborgararéttur að þessu sinni sem finna má í því þingskjali sem hér liggur fyrir.