151. löggjafarþing — 3. fundur,  5. okt. 2020.

fjárlög 2021.

1. mál
[12:28]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Já, hér er verið að vinna á grundvelli lagareglunnar sem kveður á um að bætur skuli hækka í samræmi við almennar launabreytingar næsta árs, væntar, eða í samræmi við verðlag ef verðbólgan er hærri en launabreytingarnar sem gert er ráð fyrir. Nú er það þannig að almennar launahækkanir, sem samið hefur verið um og vænst er að taki gildi á næsta ári, eru hærri en vænt verðbólga og þess vegna er horft til launaliðarins. Þetta er því, að því er við teljum í fjármálaráðuneytinu, bara nákvæmlega í samræmi við lögin.