151. löggjafarþing — 10. fundur,  19. okt. 2020.

málefni öryrkja.

[15:41]
Horfa

Ólafur Þór Gunnarsson (Vg):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra svörin. Eins og ég kom inn á í fyrri ræðu minni erum við að ræða mjög fjölbreyttan hóp. Hann er fjölbreyttur, bæði efnahagslega og getulega og áreiðanlega í fleira tilliti. Þess vegna finnst mér, sérstaklega í ljósi þess að við höfum ekki komið þessum peningum þangað sem þeir ættu að vera að vinna, að hæstv. ráðherra þurfi að svara því hvort honum finnist koma til greina að peningunum verði ráðstafað sérstaklega til þeirra sem verst standa í hópi öryrkja, þ.e. að við förum ekki með þetta yfir alla línuna heldur reynum frekar að einblína á þá hópa sem verst standa. Ég minni hæstv. ráðherra á að hann flutti og fékk samþykkt hér í þinginu ágætismál af svipuðum toga þegar greiðslur til aldraðra með skert réttindi voru samþykktar síðastliðið vor.