151. löggjafarþing — 26. fundur,  26. nóv. 2020.

tímabundnar endurgreiðslur vegna hljóðritunar á tónlist.

202. mál
[13:46]
Horfa

Sara Elísa Þórðardóttir (P):

Forseti. Ég fagna því að frumvarpið hafi verið samþykkt hér í þingsal, þetta er mikilvægt mál. Hins vegar hefði verið ráð að hækka endurgreiðsluna upp í 35% og það sama ætti að gera hvað varðar íslenska kvikmyndagerð. Ég fagna þessu, ég set grænt, en ég legg áherslu á mikilvægi þess að Ísland sé samkeppnishæft hvað þetta varðar, bæði fyrir tónlistariðnaðinn og kvikmyndagerðina, og til þess að svo verði þarf að hækka þetta upp í 35%.