151. löggjafarþing — 38. fundur,  15. des. 2020.

viðspyrnustyrkir.

334. mál
[15:19]
Horfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (M) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Þetta mál, eins og svo mörg mál sem tengjast faraldrinum og hafa komið fyrir efnahags- og viðskiptanefnd, hefur tekið talsverðum breytingum til bóta undir forystu nefndarformannsins, hv. þm. Óla Björns Kárasonar, sem hefur gert með nefndinni lagfæringar á mörgum málum. Hér eru lagðar til í furðu góðum breytingartillögum hv. þm. Jóns Steindórs Valdimarssonar áframhaldandi eða meiri breytingar sem yrðu mjög til bóta og byggja á athugasemdum gesta sem komu fyrir nefndina. Við munum því styðja þessa breytingartillögu og, verði hún samþykkt, styðja frumvarpið í heild.