151. löggjafarþing — 43. fundur,  18. des. 2020.

fjárlög 2021.

1. mál
[19:35]
Horfa

Haraldur Benediktsson (S) (andsvar):

Herra forseti. Ég vel að koma upp í andsvar við hv. þm. Jón Steindór Valdimarsson vegna ræðu hans. Ég ætla að fá taka undir orð hans og sömuleiðis lýsa hug mínum til þeirra atburða sem þar hafa orðið. Það gefur líka ágætt tilefni til að rifja upp mekanisma opinberra fjármála sem eru raunverulega hugsuð til þess að mæta slíkum áföllum sem hv. þingmaður gerir hér að umtalsefni, sem er varasjóður ríkissjóðs sem grípur einmitt utan um svona áfall og bregst við fjárútlátum sem verða við slíkar óvæntar hamfarir sem þarna eru. Í þessu liggur ekki spurning til hv. þingmanns. Ég greip bara tækifærið til að nefna þetta. Fyrir þessu hefur verið hugsað í lögum um opinber fjármál og um leið og ég tek undir orð hv. þingmanns er ástæða til að vekja athygli á því.