151. löggjafarþing — 55. fundur,  16. feb. 2021.

Covid-19 og horfurnar fram undan, munnleg skýrsla heilbrigðisráðherra. -- Ein umræða.

[14:03]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Svandís Svavarsdóttir) (Vg):

Virðulegur forseti. Ég kannast ekki við þær sögusagnir sem hv. þingmaður vísar til varðandi það að taka gilt vottorð um bólusetningu á landamærum, þannig að hv. þingmaður verður að rökstyðja það betur. Varðandi síðan sambærileika, ef svo má segja, talna á Íslandi og í Danmörku er það svo að í þeim áætlunum sem við höfum verið að ræða sérstaklega í ræðum í dag og í fjölmiðlum í gær, höfum við verið varkárari með tölur en Danmörk t.d. að því leytinu til að við höfum ekki tekið inn í stóru töluna þá framleiðendur sem ekki hafa enn hlotið markaðsleyfi. Það er skýringin á þessum mismunandi tölum. Þegar við skoðum tölurnar í Danmörku eru auðvitað inni aðilar eins og Janssen og CureVac og fleiri framleiðendur sem ekki eru komnir alla leið í leyfisferlinu.