151. löggjafarþing — 55. fundur,  16. feb. 2021.

málefni innflytjenda.

452. mál
[16:18]
Horfa

Guðjón S. Brjánsson (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Enginn vill fremur mér veg innflytjenda og þjónustu við þá góða. Mig langar að spyrja um það hvernig ráðherra sér fyrir sér verkefni Fjölmenningarseturs í náinni framtíð og umfang starfseminnar og í hverju þessi aukning eigi að felast öðru fremur og hvað varðar mikilvægi þjónustunnar. Í hverju felst þetta breytta og aukna hlutverk? Sér ráðherra fyrir sér að Fjölmenningarsetur geti tekið að sér meira og stærra hlutverk, t.d. varðandi fræðslu og kennslu? Það kemur örlítið fram í greinargerðinni varðandi faglega framsetningu og samsetningu starfsmanna og örlítið varðandi starfsstöðvar. Gæti hann séð fyrir sér Fjölmenningarsetur ynni á fleiri stöðum en t.d. bara á Ísafirði, t.d. í tengslum við Vinnumálastofnun víða um landið? (Forseti hringir.) Eða sér hann fyrir sér möguleika á því að höfuðstöðvar Fjölmenningarseturs flyttust frá Ísafirði?