151. löggjafarþing — 81. fundur,  20. apr. 2021.

um fundarstjórn.

[13:10]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg):

Herra forseti. Það er kannski bara ágætt að fá þessa umræðu hérna í þingsal. Hv. þm. Helgi Hrafn Gunnarsson hefur þá ekki skilið orð mín rétt í morgun, að ég ætlaði ekki að setja þetta mál á dagskrá þó að það væri ekki komið enn á dagskrá. Ég lýsti því yfir áðan að auðvitað fer það á dagskrá og við þurfum að taka efnislega umræðu líka um innihaldið. Nefndarálitið er vissulega tilbúið og hv. þingmaður hefur sent inn beiðni um að málið verði tekið á dagskrá sem hefur verið móttekin. Ég vona bara að hv. þingmaður kjósi frið en ekki stríð og ég er friðarsinni og set bara upp hvíta flaggið og við fjöllum um þetta mál á næstunni, fyrr en síðar, eins og ég sagði.