151. löggjafarþing — 89. fundur,  4. maí 2021.

Þingsköp Alþingis.

80. mál
[14:48]
Horfa

Birgir Ármannsson (S):

Herra forseti. Ég ætlaði að geta þess að breytingartillagan sem er á þingskjali frá hv. þm. Þorsteini Sæmundssyni og mér gengur út á það að reglurnar í þingsköpum verði skýrar í hvívetna um að hlutfallskosning gildi í nefndir, bæði innan þings og utan, og er í ýmsum liðum til að staðfesta það þannig að reglan sé skýr. Vilji menn hins vegar koma sér saman um annað þá geta þeir auðvitað gert það — eins og gert hefur verið og hefur komið fram í þessari umræðu — en að reglan í lögunum sé hins vegar skýr og ekki sett þar inn eitthvað sem, eins og hv. þm. Björn Leví Gunnarsson sagði hér áðan, ekki er víst að hægt sé að standa við.