151. löggjafarþing — 96. fundur,  17. maí 2021.

svar við fyrirspurn.

[13:52]
Horfa

Halldóra Mogensen (P):

Forseti. Mig langaði bara til að koma upp og benda á að af þeim 16 fyrirspurnum sem Píratar hafa lagt fram og bíða eftir svörum við eru 13 fallnar á tíma, 13 af 16 eru fallnar á tíma, sem við ættum að vera búin að fá svör við. Það bendir til þess að eitthvað virkar kannski ekki alveg eins og skyldi. Það getur varla verið, forseti, að við þingmenn þurfum að tuða í ráðherrum í hvert skipti sem við hittum þá til að fá svör við fyrirspurnum okkar. Það hlýtur að vera eitthvert ferli eða kerfi sem virkar til að skila svörum tímanlega.

Forseti. Svarið er ekki að lengja tímann sem ráðherrar hafa til að svara spurningum. Það hlýtur að vera hægt að laga þetta þannig að þetta virki án þess að við þurfum endalaust að tuða í ráðherrum til að fá svör sem við eigum rétt á að fá.