151. löggjafarþing — 107. fundur,  4. júní 2021.

skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða.

768. mál
[13:17]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf):

Virðulegur forseti. Ég er eiginlega kominn upp til þess að þakka fyrir þá tilraun sem var gerð til að gera breytingar í þessu máli um að allir gætu nýtt sér skattafslátt af séreignarsparnaði sínum. Því miður var það of flókið mál vegna þess að þá hefði þurft að breyta fleiri lögum. Ég vona heitt og innilega að í svona málum, þar sem einstaklingar geta nýtt sér skattfrádrátt af séreignarsparnaði, sé enginn skilinn út undan. Það er ekki sanngjarnt ef einhver vill nýta sér þetta en getur ekki vegna tæknilegra örðugleika. Við eigum að sjá til þess að allir geti nýtt sér þetta. Annað er ósanngjarnt.