152. löggjafarþing — þingsetningarfundur

rannsókn kjörbréfa.

[21:19]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf):

Frú forseti. Ég tel ástæðu til að koma hingað upp vegna þessarar atkvæðagreiðslu til að gera grein fyrir því hvers vegna greidd eru atkvæði með þessu. Það er jú vegna þess að kosningar í fimm kjördæmum af sex fóru fram eins og lög gera ráð fyrir og því væri ótækt að staðfesta ekki kjörbréf og staðfesta ekki og viðurkenna ekki kosningu þeirra kjósenda sem í þessum kjördæmum búa. Það væri ólýðræðislegt að taka afstöðu gegn þeim skýra vilja kjósenda og því greiði ég að sjálfsögðu atkvæði með þessu en treysti mér ekki til að greiða atkvæði með kjörbréfum þeirra sem eru í Norðvesturkjördæmi.