152. löggjafarþing — 29. fundur,  31. jan. 2022.

blóðgjöf.

226. mál
[17:22]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P):

Frú forseti. Það með hverjum fólk velur að stunda kynlíf á ekki að hafa áhrif á möguleika þess að láta gott af sér leiða með því að gefa blóð. Ég má ekki gefa blóð en það er vegna þess að ég er á blóðþrýstingslyfjum og hef farið í aðgerð vegna þrengingar í slagæð. Þetta eru góðar heilsufarslegar ástæður fyrir því að mega ekki gefa blóð, en að byggja reglur um hver megi gefa blóð á kynhneigð er tímaskekkja sem er byggð á nornaveiðum og ofsahræðslu sem löngu er búið að útrýma annars staðar í samfélaginu. Þó svo að ég fagni því að hæstv. ráðherra ætli að leysa þessi mál í apríl þá tekur það ekki nema 60 sekúndur að taka orðið kynhneigð út úr reglugerðinni.