Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 37. fundur,  10. feb. 2022.

afléttingar sóttvarnaaðgerða.

[11:12]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Willum Þór Þórsson) (F):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir fyrirspurnina. Við erum í grunninn sammála því að við þurfum að passa upp á það að ráða við stöðuna í þessari miklu útbreiðslu smita og passa upp á heilbrigðisstofnanir og hjúkrunarheimilin og koma í veg fyrir að viðkvæmustu hóparnir þar séu ekki eins útsettir fyrir smiti. Það verður áfram okkar markmið. En um leið verðum við að höfða til þeirrar ábyrgðar að fara varlega. Í einfaldleika sínum er þetta þannig að til að forðast smit er reglan að halda fjarlægð og hafa grímuna í viðkvæmum aðstæðum og hafa reglu á umgengni á þessum viðkvæmu stofnunum, með okkar viðkvæmu hópa. Þetta er það sem við verðum að halda í meðan við erum að fara í þessar afléttingar.